Skráning hafin á sumarnámskeið Leynileikhússins 2017, Námskeið í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.

SUMARNÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS 2017 HEFJAST 12. JÚNÍ.

ENN LAUS PLÁSS Á NÁMSKEIÐ SEINNI HLUTA SUMARS.

LEYNILEIKHÚSIÐ HLAKKAR TIL AÐ SJÁ YKKUR Í SUMAR.

LIFI LEIKGLEÐIN!

 

NÁMSKEIÐIN FARA FRAM Í KRAMHÚSINU, RIMASKÓLA, KÓPAVOGSSKÓLA, FÉLAGSHEIMILI SELTJARNARNESS OG BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI.

Um leið og við þökkum kærlega fyrir ánægjulega og skapandi vorönn og óskum þeim sem þegar hafa lokið sýningum til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að sjá árangurinn hjá hinum sem enn eiga eftir að sýna. Við viljum benda á að við höfum opnað fyrir skráningar á sumarnámskeiðin okkar og skráning fer fram á https://leynileikhusid.felog.is/

Á námskeiðunum er að venju unnið með skapandi aðferðir, ímyndunarafl nemenda, spuna, persónusköpun og samvinnu. Námskeiðin eru færð út á græn svæði eins mikið og veður leyfir.

STAÐSETNINGAR:

Námskeiðin í Reykjavík fara fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg og í Rimaskóla við Rósarima.

Námskeiðin í Kópavogi fara fram í Kópavogsskóla við Digranesveg.

Námskeiðin í Hafnarfirði fara fram í Bæjarbíói við Strandgötu.

Námskeiðin á Seltjarnarnesi fara fram í Félagsheimili Seltjarnarsess við Suðurströnd.

Um er að ræða vikulöng námskeið. Kennarar námskeiðanna eru fagfólk í sviðslistum og einnig reyndir kennarar hjá Leynileikhúsinu. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 12 nemendur í 6.-7 ára hópa og 16 nemendur í eldri hópa.

NÁNAR UM NÁMSKEIÐIN:

Hjá Leynileikhúsinu er ávallt lögð áhersla á að vinna út frá LEIKGLEÐI. Með frumsköpun að leiðarljósi er farið í gegnum grunnatriði leiklistar og sköpunar. Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomuhæfileika.

Á lokadegi námskeiðs er opinn tími, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að sýna vinum og fjölskyldu afrakstur vikunnar.

VERÐ:
5 daga vika / 20 klukkustundir = kr. 24.900.-
5 daga vika / 15 klukkustundir = kr. 19.900.-
4 daga vika / 16 klukkustundir = kr. 19.900.-
Að venju er 15% systkinaafsláttur og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn.

DAGSKRÁ SUMARSINS 2017:

26.-30. júní – Kramhúsið, Rvk: (20 tíma námskeið)

Kl. 09.00 – 13.00 – 8-10 ára (nemendur fæddir 2007 – 09)
Kl. 13.00 – 17.00 – 11-13 ára (nemendur fæddir 2004 – 06)

3.-7. júlí – Kramhúsið, Rvk:

Kl. 09.00 – 12.00 – 6-7 ára (nemendur fæddir 2010 – 11) (15 tíma námskeið)

31.júlí-4.ágúst – Kramhúsið, Rvk: (20 tíma námskeið)

Kl. 13.00 – 17.00 – 8-11 ára (nemendur fæddir 2007 – 09)

31.júlí-4.ágúst – Kópavogsskóli, Kóp: (20 tíma námskeið)

Kl. 09.00 – 13.00 – 7-10 ára (nemendur fæddir 2007 – 09)

8.-11.ágúst – Bæjarbíó Hafnarfirði (16 tima námskeið)

Kl. 09.00-13.00 – 7-10 ára (nemendur fæddir 2006-09)
Kl. 13.00-17.00 – 11-14 ára (nemendur fæddir 2002-2005)

14.-18. ágúst – Félagsheimili Seltjarnarness, Stj:

Kl. 09.00 – 12.00 – 6-7 ára (nemendur fæddir 2010 – 11)(15 tíma námskeið)
Kl. 13.00 – 17.00 – 8-11 ára (nemendur fæddir 2006 – 09)(20 tíma námskeið)

14.-18. ágúst – Kramhúsið, Rvk: (20 tíma námskeið)

Kl. 09.00 – 13.00 – 8-10 ára (nemendur fæddir 2007 – 09)
Kl. 13.00 – 17.00 – 11-14 ára (nemendur fæddir 2003 – 06)

EF EINHVERJAR SPURNINGAR VAKNA EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 8649373 EÐA MEÐ NETPÓSTI Í info@leynileikhusid.is

LIFI LEIKGLEÐIN.

10506627_821286941243541_4451945176181673740_o