Leiklistarhlaðborð! Nýjung í sumar.

Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp svokallað Leikhúshlaðborð
Um er að ræða námskeið fyrir 10-13 ára börn, sem hafa áður verið á leiklistarnámskeiðum og eru forvitin um að kynnast ólíkum sviðslistaraðferðum. 
 
3 kennarar munu halda utan um hópinn, en hver og einn mun kynna fyrir þeim nýja aðferð á hverjum degi á meðan námskeiðinu stendur. 
 
Námskeiðin verða haldin eins og hér segir: 
 
Í Tjarnarbíó /  22-26 júní / Kl. 9.00-15.00
 
í Gaflaraleikhúsinu / 17.-21. ágúst / Kl. 9.00-15.00

SKRÁNINGAR Á SUMARNÁMSKEIÐ OPNA Í BYRJUN MAÍ.

Stundarskráin er í vinnslu og verið er að festa kennslustaði.

Skráningar hefjast í byrjun maí.

Boðið er upp á námskeið fyrir nemendur sem eru fæddir 2005-2014. Almennt eru 2-3 árgangar á hverju námskeiði.

Námskeiðin verða haldin eftirfarandi vikur:

15.-19. júní

22.-26. júní

29. júní-3. júlí

10.-14. ágúst

17.-21. ágúst

STARF LEYNILEIKHÚSSINS FELLUR NIÐUR FRAM YFIR PÁSKA

Vegna ákvörðunar stjórnvalda um að setja á samkomubann á Íslandi, þá mun allt námskeiðishald á vegum Leynileikhússins falla niður frá og með deginum í dag, 13.mars, og þar til banni lýkur. Okkur er umhugað um heilsu iðkenda og allra þeirra sem standa þeim nærri, og því tökum við ástandið alvarlega.

Við gerum ráð fyrir að hefja kennslu á ný þegar banninu hefur verið aflétt, að páskáfríi loknu. Að öllu óbreyttu, þá sýna útreikningar okkar að við munum ná að klára önnina (leiklistartíma, lokaæfingu og leiksýningu) fyrir skólaslit í júní.

Þetta eru óvenjulegir tímar. Farið öll vel með ykkur og gleymið ekki að hafa gaman.

Við hlökkum til að byrja starfið aftur í apríl.

Kær kveðja og lifi leikgleðin!

_______________________________________________________________________________

VETRARFRÍ Í LEYNILEIKHÚSINU

Vegna vetrarleyfa í grunnskólum munu tímar falla niður hjá Leynileikhúsinu á eftirtöldum stöðum:

Lækjarskóli, Hafnarfirði – miðvikudagur 19. febrúar

Árbæjarskóli – föstudagur 28. febrúar

Vesturreitir – föstudagur 28. febrúar

Félagsheimili Seltjarnarness – mánudagur 2. mars

Húsaskóli – mánudagur 2. mars

Hörðuvallaskóli – fimmtudagur 5. Mars

Þetta hefur ekki hafa áhrif á tímafjöldann á námskeiðinu. Kennt er í 10 skipti á hverjum kennslustað fyrir sig.

Endilega hafið samband á ino@leynileikhusid.is eða í síma 8649373 ef einhverjar spurningar vakna.

_______________________________________________________________________________

SKRÁNINGAR Á NÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS VORIÐ 2020 ERU NÚ OPNAR.

SKRÁNINGIN FER FRAM MEÐ ÞVÍ AÐ ÝTA Á FLIPANN “SKRÁNINGAR” HÉR FYRIR OFAN.

Við hlökkum til að hitta ykkur með hækkandi sól.

Lifi leikgleðin. 
Kær kveðja frá Leynileikhúsinu. 

_____________________________________________________________________________

LEYNILEIKHÚSIÐ hefur kennslu vikuna 28.jan. til 1. feb.

Skráningar eru í gangi.

Nýr kennslustaður hefur bættst í hópinn á vorönn 2019, Húsaskóli í Grafarvogi.

Skráningar fara fram í gengum skráningarsíðu Leynileikhússins: https://leynileikhusid.felog.is/

——————————————————————————————————————–

Frídagar Leynileikhússins vegna vetrarleifa í skólum haustönn 2018:

FIMMTUDAGUR 18. okt.

HÖRÐUVALLASKÓLI
Vetrarleyfi er fimmtudaginn 18. Október

ÍSAKSSKÓLI
Vetrarleyfi er fimmtudaginn 18. Október

LAUGARNESSKÓLI
Vetrarleyfi er fimmtudaginn 18. Október

FÖSTUDAGUR 19. okt.

ÁRBÆJARSKÓLI
Vetrarleyfi er föstudaginn 19. Október

KÓPAVOGSSKÓLI
Vetrarleyfi er föstudaginn 19. Október

SALASKÓLI
Vetrarleyfi er föstudaginn 19. Október

VESTURREITIR, AFLAGRANDA 40
Vetrarleyfi er föstudaginn 19. Október

MÁNUDAGUR 22. okt.

FOSSVOGSSKÓLI
Vetrarleyfi er mánudaginn 22. Október

MÝRARHÚSASKÓLI
Vetrarleyfi er mánudaginn 22. Október

EF EINHVERJAR SPURNINGAR VAKNA EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 8649373 EÐA MEÐ NETPÓSTI Í info@leynileikhusid.is

LIFI LEIKGLEÐIN!