NOKKUR LAUS PLÁSS Á HAUSTNÁMSKEIÐ!

Enn eru nokkur laus pláss á námskeið hjá okkur. Námskeið að hefjast bæði í þessari og næstu viku.

Best er að skrá sem allra fyrst, því oft komast færri en vilja að.

ENN BÆTAST SKÓLAR VIÐ Í FLÓRUNA HJÁ OKKUR! VELKOMIN Í HÓPINN AUSTÓ!

Það er mikið að gerast í Leynileikhúsinu og enn bætast nýjir skólar í hópinn hjá okkur, en nú er orðið ljóst að í haust bjóðum við uppá námskeið í AUSTURBÆJARSKÓLA! Við erum að sjálfsögðu alsæl með að fá Austó með okkur í lið og hlökkum mikið til að hitta alla frábæru krakkana þar síðar í september.

Skráningar eru enn í fullum gangi og eru sum námskeiðin óðum að fyllast. Um að gera er að skrá á biðlista þegar námskeiðin eru orðin full, því við reynum alltaf okkar besta til að bæta við námskeiðum og koma öllum að.

Fyrstu námskeiðin byrja 18.september, en flest námskeið í vikunni eftir það. Nánari upplýsingar má finna um fyrstu námskeiðsdaga hér á síðunni undir flipanum “stundaskrá”, en einnig mun verða sendur tölvupóstur til forráðamanna allra skráðra nemenda fyrir fyrsta námskeiðsdag.

NÝ NÁMSKEIÐ OG BREYTTIR NÁMSKEIÐSTÍMAR!

Fleiri námskeiðstímar hafa verið staðfestir og hefur þeim skólum verið bætt inn í skráningarkerfið!

Það gleður okkur líka að tilkynna að nú á haustönninni hefur bæst við góður hópur af skólum í raðir Leynileikara og bjóðum við nú uppá almenn námskeið í Salaskóla og unglinganámskeið í Réttarholtsskóla! Möguleiki er á að enn fleiri skólar bætist við í flóruna hjá okkur á næstu dögum, svo fylgist endilega spennt með!

Af óviðráðanlegum orsökum höfum við þurft að breyta tímasetningum á einhverjum námskeiðum. Vinsamlegast athugið stundatöflur og námskeiðstíma vel þegar námskeið er valið.

 

SKRÁNING Í FULLUM GANGI – NÝR SKÓLI BÆTIST VIÐ!!

Hér með tilkynnist með gleði í hjarta að SALASKÓLI Í KÓPAVOGI hefur bæst við í raðir okkar frábæru samstarfsskóla!!

Endilega kynnið ykkur stundatöfluna og segið öllum frá sem heyra vilja!

Skráningar eru í fullum gangi, en enn eiga nokkrir skólar eftir að bætast við í skráningarkerfið og gerist það á næstu dögum.

 

SKRÁNING HAFIN!!

Þá er búið að opna fyrir skráningu fyrir haustönnina hjá okkur, en ATHUGIÐ AÐ ENN EIGA NOKKUR NÁMSKEIÐ EFTIR AÐ KOMA INN Í SKRÁNINGARKERFIÐ.

Um er að ræða bæði almenn námskeið og framhaldsnámskeið og EINNIG NÝJA SKÓLA SEM BÆTAST VIÐ Á HAUSTÖNNINNI!

Allar skráningar eru staðfestar STRAX í gegnum tölvupóst. Skili slíkur póstur sér ekki, er nauðsynlegt að hafa samband við skrifstofuna í gegnum tölvupóstfangið info@leynileikhusid.is.

OPNUM FYRIR SKRÁNINGAR INNAN SKAMMS!

Til stóð að opna fyrir skráningar fyrir haustönnina í gær, 18.ágúst, en vegna tæknilegra örðugleika gekk það ekki upp. Verið er að vinna í að lagfæra þessi tæknimál og vonumst við til að hægt verði að opna fyrir skráningar í síðasta lagi á morgun 20.ágúst.

 

LEYNILEIKHÚSIÐ KOMIÐ Í SUMARFRÍ – OPNAR FYRIR SKRÁNINGAR FYRIR HAUSTÖNN 18.ÁGÚST!

Þá er öllum sumarnámskeiðum Leynileikhússins lokið þetta sumarið og erum við í Leynileikhúsinu að vonum stolt og glöð með alla þessa frábæru krakka sem sóttu námskeiðin og sýndu alveg hreint frábærara sýningar í Tjarnarbíói.

Myndir af námskeiðinu má sjá hér á heimasíðunni, undir flipanum “myndir”.

Þann 18.ágúst opnar fyrir skráningar fyrir haustönn, en stundaskrá má sjá hér á heimasíðunni. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á AÐ STUNDASKRÁIN ER EKKI FULLKLÁRUÐ, ER ÞVÍ BIRT MEÐ FYRIRVARA OG GETUR BREYST!!

En nú erum við í Leynileikhúsin farin í sumarfrí og er skrifstofan því lokuð til 18.ágúst.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna í sumar!

SUMARYLUR

Nú er önnur vika sumarnámskeiðanna hálfnuð og mikið búið að bralla í Leynileikhúsinu.

Eftir virkilega skemmtilega og skapandi samveru í síðustu viku sýndu tveir flottir hópar frábærar sýningar á stóra sviði Tjarnarbíós. Þar gaf að líta stutt leikrit sem börnin höfðu sjálf samið, leiki sem þau höfðu lært í vikunni og dansa sem hóparnir sömdu saman á námskeiðinu. Afskaplega kátir og stoltir leikarar héldu heim á leið með nýja reynslu í farteskinu og Leynileikhúsið þakkar fyrir alla leikgleðina og opnu hjörtun! (Myndir koma inn á vefinn fljótlega!)

Þessa vikuna halda aðrir skapandi og fjörugir hópar uppi stemmningunni, annars vegar 7-10 ára og hins vegar unglingahópur. Báðir hópar eru á fullu að búa til efni fyrir sýningu og læra eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi. Við höfum prófað að gera leiklist úti undir berum himni (þegar það kom loksins sól!), á stóra sviðinu og svo í hinum ýmsu herbergjum og göngum hér í húsinu. Það kennir sko ýmissa grasa í Tjarnarbíói og alls staðar hægt að skapa – hugmyndirnar eru endalausar.

Við hlökkum til að sýna aðstandendum hópanna afraksturinn.

SUMARNÁMSKEIÐIN AÐ HEFJAST!

Þá styttist í að sumarnámskeiðin hefjist og spennan magnast! Það verður líf og fjör hjá okkur í Tjarnarbíói frá og með næstu viku og engin spurning að þar munu sköpunarkrafturinn og leikgleðin ráða ríkjum!

VIÐ TÖKUM ENN VIÐ SKRÁNINGUM á öll námskeið, en TAKMÖRKUÐ PLÁSS ERU Í BOÐI svo það er um að gera að skrá sem allra fyrst!

Skráningar fara fram hér í gegnum heimasíðuna: https://leynileikhusid.felog.is/

Hlökkum til að hitta alla frábæru leynileikarana á mánudaginn!!

NÝJAR MYNDIR!

Myndirnar frá vorsýningunum eru komnar inná vefinn og eru hér undir flipanum “myndir”

Við minnum svo á að skráningar á SUMARNÁMSKEIÐIN eru í fullum gangi!!

Njótið lífsins í sólinni!