SUMARNÁMSKEIÐ, OPIÐ FYRIR SKRÁNINGU!!!

Leynileikhúsið býður uppá hressileg sumarnámskeið í júlí fyrir 7-16 ára, annars vegar almenn leiklistarnámskeið og söngleikjanámskeið hins vegar. Söngleikjanámskeiðin eru fyrir þau sem hafa lokið 5.bekk og uppúr en almennu námskeiðin fyrir þau sem hafa lokið 1.bekk og uppúr.

SKRÁNING ER HAFIN HÉR Á HEIMASÍÐUNNI UNDIR FLIPANUM “SKRÁNINGAR”.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér: http://leynileikhusid.is/sumarnamskeid-2014/ (undir flipanum “sumarnámskeið 2014”)

Hlökkum til að fanga með ykkur gleðina í sumrinu!!

 

Leynileikhúsnámskeiðið í Árbæjarskóla hefst 25.febrúar!!

Leynileikhúsnámskeiðið í Árbæjarskóla, hefst þriðjudaginn 25.febrúar, en ekki 18.febrúar eins og áður var auglýst.

Árbæjarskóli er nýr kennslustaður hjá Leynileihúsinu og erum við afskaplega spennt að hefja það samstarf!

Enn er verið að taka við skráningum fyrir Árbæjarskóla, smellið á “skráningar” hér á heimasíðunni til að skrá nemendur.

 

SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ SKRÁ NEMENDUR!!

Nú fer hver að verða síðastur til að vera með í Leynileikhúsinu þessa önnina, því fyrsti kennsludagur á vorönn 2014 er rétt handan við hornið!!

Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum hjá okkur og enn opið fyrir skráningar, svo nú er um að gera að drífa sig í að smella á hnappinn “skráningar” hér á heimasíðunni og skella inn skráningu fyrir krakkana og unglingana.

Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar til að greiða fyrir námskeiðið og Kópavogsbær býður einnig uppá tómstundastyrk í formi endurgreiðslna fyrir sitt fólk!

LIFI LEIKHÚSIÐ!!

 

 

SKRÁNINGAR FYRIR VORÖNN Í FULLUM GANGI!!

Nú eru skráningar fyrir vorönnina í fullum gangi.

Til að skrá, veljið flipann “skráningar” hér á heimasíðunni

Kennsla hefst fyrstu vikuna í FEBRÚAR!

ROSALEGA HLÖKKUM VIÐ TIL!!

Allt að gerast!!!

Nú er sko gaman!

Næstum öll námskeiðin okkar byrjuðu í síðustu viku og það var þvílík gleði hjá leynileikurunum. Við bjóðum nýja leynileikara velkomna í hópinn og vonum að haustið leggist vel í allt okkar frábæra unga listafólk!

Enn er þó sjéns á að bæta við skráningum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur ættu því endilega að skella inn skráningu í gegnum skráningarkerfið hér á heimasíðunni okkar. Athugið þó að fullt er orðið í sum námskeið, svo ekki er öruggt að komast að hvar sem er.
Enn eru námskeið í 2.-3.bekk í Ingunnarskóla og 2.-3. og 4.-5. í Laugarnesskóla ekki hafin og skráningar fyrir þau námskeið í fullum gangi. Alltaf gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá.