Agnar Jón Egilsson

Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikskáld, hefur starfað sem leikari og leikstjóri frá því að hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998. Agnar er einnig með framhaldsgráðu í leiklist frá The Arts Educational Schools í Lundúnum og meistargráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.   aggi head-shot

Agnar hefur komið víða við í leiklistinni og hefur leikstýrt fjölda verka. Þar á meðal eru Faðir vor eftir Hlín Agnarsdóttur í Iðnó, Pakkið á móti eftir Henry Adam hjá LA og Saumastofan 30 árum síðar í Borgarleikhúsinu sem hann einnig skrifaði. Agnar leikstýrði einnig leikritinu Glæpur gegn Diskóinu eftir Gary Owen í Borgarleikhúsinu sem var talin ein af áhugaverðustu sýningunum 2006. Hann leikstýrði söngleiknum Hafinu Bláa eftir Kikku og Þorvald Bjarna í Austurbæ og hlaut það verk áhorfendaverðlaun Grímunnar 2006.  Hann samdi og leikstýrði barnaleikritinu Drekaskógi í Austurbæ og söngleiknum Öskubusku í nýrri leikgerð hans sjálfs með tónlist eftir Hall Ingólfsson.  Þá skrifaði og leikstýrði Agnar Jón söngleiknum Sarínó-sirkusinn sem er á fjölunum um þessar mundir.

Agnar var tilnefndur til Grímunnar fyrir leikrit sitt Lykill um Hálsinn sem Vesturport setti upp og hann leikstýrði einnig er hann einmitt einn af stofnendum hópsins. Hann leikstýrði einnig Rómeo og Júlíu Vesturports ásamt Gísla Erni Garðarssyni, en sú sýning gerði víðreyst.

Agnar hefur líka skrifað og leikstýrt fyrir sjónvarp, en þættir hans Reykjavíkurnætur voru sýndir á Stöð 2 og fengu þrír af fjórum aðalleikurum þáttanna tilnefningu til Eddunnar fyrir frammistöðu sína í þar.

Hann hefur unnið á annan tug leiksýninga með framhaldsskólum og áhugaleikfélögum og oftar en ekki skrifað verkin sjálfur eða unnið leikgerðir.

Agnar hefur haldið námskeið vítt og breytt um Ísland og Skandinavíu fyrir alla aldurshópa; allt frá Alþjóðlegu götuleikhúsi rauðakrossins til námskeiðs á Litla Hrauni fyrir fanga.

Agnar er eigandi Leynileikhússins.