Andrea Katrín Guðmundsdóttir

Andrea Katrín er útskrifuð leikkona og leiklistarkennari með BA gráðu frá East 15 Acting
School í Englandi. Áður dvaldi hún í París þar sem að hún lærði leiklist í Studio Jack Garfein
og École Internationale de Théâtre de Béatrice Brout. Einnig lék hún og söng í söngleiknum Oklahoma þar í borg ásamt því að kenna börnunum í Íslenska skólanum íslensku.

Andrea hefur í Englandi víða kennt leiklist, m.a í samstarfi við Rewrite, Mind og In Toto. Hún hefur unnið með ungum innflytjendum frá S- Ameríku og Afríku, fötluðum unglingum og eldri borgurum. Ásamt Selkie Theatre Company vann hún að sýningunni Hyper-reality með geðfötluðum einstaklingum. Sýningin var sett upp í The Drill Hall í London og þótti gefa mikla innsýn í heim geðfatlaðra.

Þá hefur Andrea skrifaði verk og leikstýrt fyrir Maddit Nordic Festival í London. Hún skipulagði og tók þátt í götuleikhúshátíð í Southend on Sea og fór í leikferð um Essex með leiksýninguna Cool to be Kind sem að fjallar um einelti á internetinu.

Um þessar mundir leikur Andrea hlutverk Þorbjargar í sýningunni Let’s talk local á Restaurant Reykjavík.