Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Ástbjörg Rut, sem er kölluð Adda Rut, er Leynileikhússtýran í ár. Hún lauk BA -námi í leiklist, Fræði og framkvæmd vorið 2009 og fór í skiptinám til Glasgow í Royal Scottish Academy of Music and Drama (í Contemporary Performance Practise) í hálft ár. Hún er einnig með BA-gráðu í táknmálsfræði og táknmálstúlkun.

Adda Rut hefur táknmálstúlkað nokkrar leiksýningar, m.a. Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu og Línu Langsokk og Jesú litla í Borgarleikhúsinu. Hún hefur leikstýrt bæði eigin verkum, einleiknum Mamma, ég?!, árshátíðarsýningu Grunnskóla Borgarfjarðar og Leikfélagi MK. Einnig hefur hún tekið þátt í gjörningaverkum og sýnt eigin sólóverk.

Adda Rut hefur unnið mikið með börnum, m.a. hjá ÍTR og hún hefur skipulagt og kennt leiklistarnámskeið víða, m.a. á sunnanverðum Vestfjörðum í eitt sumar. Þar að auki hefur Adda Rut kennt leiklist við Grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, hjá Leynileikhúsinu og í menntaskóla. Einnig hefur hún kennt táknmál í grunnskóla, starfað sem táknmálstúlkur, unnið við kvikmyndagerð, á leikskóla og við blómaskreytingar og garðyrkju.