Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni Snæbjörnsson lauk leikaranámi með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2007. Vorið 2011 lauk hann einnig diplómanámi til kennsluréttinda frá LHÍ og er því einnig leiklistarkennari.   Bjarni Snæbjörnsson

Hann lék hlutverk Péturs í Jesus Christ Superstar hjá Borgarleikhúsinu veturinn 2007-2008. Hann hefur leikið í sjálfstæðum verkefnunum Ástverk ehf. og Rándýrum. Þá lék hann hinn illa Sarínó sirkusstjóra í barnasöngleiknum Sarínó sirkusinn eftir Agnar Jón Egilsson. Bjarni er hluti af hinu söngleikjaparinu Viggó og Víólettu og lék í frumsaminni sýningu um parið í Þjóðleikhúskjallaranum 2011-2012. Þann sama vetur lék hann og söng í uppsetningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Veturinn 2013-2014 syngur Bjarni í Hörpu í sýningunni EF LÍFIÐ VÆRI SÖNGLEIKUR.

Bjarni hefur sungið á fjölmörgum tónleikum, lesið inn á teiknimyndir, leikið í auglýsingum og verið skemmtikraftur í veislum og við hin ýmsu tækifæri.

Bjarni hefur einnig leikstýrt söngleikjauppfærslum í framhaldsskólum. Þá er Bjarni leiklistarkennari og einn af upphafsmönnum nýstofnaðrar leiklistarbrautar til stúdentsprófs við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.

Bjarni hefur kennt börnum leiklist víða um land við ólík tækifæri. 2009-2011 tók Bjarni við rekstri Leynileikhússins og hefur kennt þar jöfnum höndum síðan 2007.