Stefán Benedikt Vilhelmsson

Stefán Benedikt útskrifaðist sem leikari með B.F.A gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hann er hluti af leikhópunum Frú Normu og Munaðarleysingjum og sást síðast á sviði í verkinu „Munaðarlaus“ e. Dennis Kelly. Stefán hefur alla tíð verið ofvirkur í framleiðslu á listrænum viðburðum og uppákomum og hefur komið að stofnun ýmissa hátíða og viðburða, m.a. LungA hátíðinni þar sem ungu fólki gefst kostur á að kynnast hinum ýmsu listformum og feta sín fyrstu skref í listsköpun.

Stefán er alinn upp á Egilsstöðum þar sem hann hóf feril sinn í Kardemommubænum um 13 ára aldur og hefur ekki stoppað síðan. Hann hefur í gegnum tíðina verið mjög virkur í vinnu með börnum og unglingum og kennt götuleikhús, sirkuslistir, framkomu og leiklistarnámskeið hverskonar í fjölda ára hjá skólum, leikfélögum og hópum um allt land. Stefán hefur kennt hjá Leynileikhúsinu frá 2009.