Tinna Hrafnsdóttir

Tinna Hrafnsdóttir er leikkona og hefur komið víða við í sínum leiklistarferli.
Í augum barna er hún þekktust fyrir að hafa leikið hinn sívinsæla Tóta tannálf í söngleiknum Benendikt Búálfur og Pöllu Peru í Ávaxtakörfunni. Style: "70's look"
Hún hefur bæði stofnað og unnið með sjálfstæðum leikhópum, leikið á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum, auk þess sem hún hefur lesið inn á auglýsingar, heimildaþætti fyrir Rúv og gert útvarpsþátt um leikhús fyrir börn hjá sömu stofnun.

Tinna hefur tvívegis verið tilnefnd til Edduverlauna fyrir leik í sinn í kvikmyndinni Veðramót og sjónvarpsþáttaröðinni Hamarinn.
Hún hefur töluverða reynslu af leiklistarkennslu og hefur kennt bæði börnum og unglingum í ýmsum skólum. Tinna hefur verið kennari hjá Leynileikhúsinu síðan 2009.