Vigdís Másdóttir

Vigdís Másdóttir brautskráðist leikkona frá Listaháskóla Íslands vorið  2009 og hún elskar leikhúsið! Hún lék í Brúðubílnum í 4 ár undir stjórn Brúðudrottingar Íslands Helgu Steffensen. Vigdís hefur leikið í tveimur uppfærslum eftir útskrift; Glerlaufin og 2 fátækir pólskumælandi Rúmenar, í Norðurpólnum. Í sumar tók hún þátt í uppsetningu á Sarínó Sirkusnum eftir Agnar okkar Jón á bak við tjöldin.

Hún hefur leikið í sjónvarpsþáttum (Réttur, Svartir Englar o.fl), bíómyndum (Dís, Little Trip to Heaven, Okkar eigin Oslo, o.fl) lesið inn á auglýsingar og leiklesið texta fyrir Rúv.

Vigdís á skemmtilegann trúð sem heitir Skarphéiðinn og hefur hann komið fram við fjölda tækifæra (en hann er bara fyrir fullorðna).

Hún hefur kennt vítt og breitt um landið, allt frá leikskóla upp í Listaháskóla Íslands, en hóf störf hjá Leynileikhúsinu 2008 og hefur kennt þar síðan þá við mjög góðar orðstýr.