Haustönn hefst 14. september.

Nú er skráning hafin á haustnámskeið Leynileikhússins. Það er gaman að segja frá því að nú bjóðum við einnig upp á námskeið á Akranesi og í Hveragerði í samstarfi við Leikfélag Hveragerðis. Þá bjóðum við Vogaskóla hjartanlega velkominn í hópinn. En þar munum við vera á miðvikudögum.

Við hlökkum til að hitta nemendur okkar og hefjast handa við að skapa ný og skemmtileg leikverk sem flutt verða á fjölum leikhússins seinna í vetur.