Allt að gerast!!!

Nú er sko gaman!

Næstum öll námskeiðin okkar byrjuðu í síðustu viku og það var þvílík gleði hjá leynileikurunum. Við bjóðum nýja leynileikara velkomna í hópinn og vonum að haustið leggist vel í allt okkar frábæra unga listafólk!

Enn er þó sjéns á að bæta við skráningum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur ættu því endilega að skella inn skráningu í gegnum skráningarkerfið hér á heimasíðunni okkar. Athugið þó að fullt er orðið í sum námskeið, svo ekki er öruggt að komast að hvar sem er.
Enn eru námskeið í 2.-3.bekk í Ingunnarskóla og 2.-3. og 4.-5. í Laugarnesskóla ekki hafin og skráningar fyrir þau námskeið í fullum gangi. Alltaf gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá.