ENN BÆTAST SKÓLAR VIÐ Í FLÓRUNA HJÁ OKKUR! VELKOMIN Í HÓPINN AUSTÓ!

Það er mikið að gerast í Leynileikhúsinu og enn bætast nýjir skólar í hópinn hjá okkur, en nú er orðið ljóst að í haust bjóðum við uppá námskeið í AUSTURBÆJARSKÓLA! Við erum að sjálfsögðu alsæl með að fá Austó með okkur í lið og hlökkum mikið til að hitta alla frábæru krakkana þar síðar í september.

Skráningar eru enn í fullum gangi og eru sum námskeiðin óðum að fyllast. Um að gera er að skrá á biðlista þegar námskeiðin eru orðin full, því við reynum alltaf okkar besta til að bæta við námskeiðum og koma öllum að.

Fyrstu námskeiðin byrja 18.september, en flest námskeið í vikunni eftir það. Nánari upplýsingar má finna um fyrstu námskeiðsdaga hér á síðunni undir flipanum “stundaskrá”, en einnig mun verða sendur tölvupóstur til forráðamanna allra skráðra nemenda fyrir fyrsta námskeiðsdag.