NÝ NÁMSKEIÐ OG BREYTTIR NÁMSKEIÐSTÍMAR!

Fleiri námskeiðstímar hafa verið staðfestir og hefur þeim skólum verið bætt inn í skráningarkerfið!

Það gleður okkur líka að tilkynna að nú á haustönninni hefur bæst við góður hópur af skólum í raðir Leynileikara og bjóðum við nú uppá almenn námskeið í Salaskóla og unglinganámskeið í Réttarholtsskóla! Möguleiki er á að enn fleiri skólar bætist við í flóruna hjá okkur á næstu dögum, svo fylgist endilega spennt með!

Af óviðráðanlegum orsökum höfum við þurft að breyta tímasetningum á einhverjum námskeiðum. Vinsamlegast athugið stundatöflur og námskeiðstíma vel þegar námskeið er valið.