LEYNILEIKHÚSIÐ KOMIÐ Í SUMARFRÍ – OPNAR FYRIR SKRÁNINGAR FYRIR HAUSTÖNN 18.ÁGÚST!

Þá er öllum sumarnámskeiðum Leynileikhússins lokið þetta sumarið og erum við í Leynileikhúsinu að vonum stolt og glöð með alla þessa frábæru krakka sem sóttu námskeiðin og sýndu alveg hreint frábærara sýningar í Tjarnarbíói.

Myndir af námskeiðinu má sjá hér á heimasíðunni, undir flipanum “myndir”.

Þann 18.ágúst opnar fyrir skráningar fyrir haustönn, en stundaskrá má sjá hér á heimasíðunni. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á AÐ STUNDASKRÁIN ER EKKI FULLKLÁRUÐ, ER ÞVÍ BIRT MEÐ FYRIRVARA OG GETUR BREYST!!

En nú erum við í Leynileikhúsin farin í sumarfrí og er skrifstofan því lokuð til 18.ágúst.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna í sumar!

SUMARYLUR

Nú er önnur vika sumarnámskeiðanna hálfnuð og mikið búið að bralla í Leynileikhúsinu.

Eftir virkilega skemmtilega og skapandi samveru í síðustu viku sýndu tveir flottir hópar frábærar sýningar á stóra sviði Tjarnarbíós. Þar gaf að líta stutt leikrit sem börnin höfðu sjálf samið, leiki sem þau höfðu lært í vikunni og dansa sem hóparnir sömdu saman á námskeiðinu. Afskaplega kátir og stoltir leikarar héldu heim á leið með nýja reynslu í farteskinu og Leynileikhúsið þakkar fyrir alla leikgleðina og opnu hjörtun! (Myndir koma inn á vefinn fljótlega!)

Þessa vikuna halda aðrir skapandi og fjörugir hópar uppi stemmningunni, annars vegar 7-10 ára og hins vegar unglingahópur. Báðir hópar eru á fullu að búa til efni fyrir sýningu og læra eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi. Við höfum prófað að gera leiklist úti undir berum himni (þegar það kom loksins sól!), á stóra sviðinu og svo í hinum ýmsu herbergjum og göngum hér í húsinu. Það kennir sko ýmissa grasa í Tjarnarbíói og alls staðar hægt að skapa – hugmyndirnar eru endalausar.

Við hlökkum til að sýna aðstandendum hópanna afraksturinn.

SUMARNÁMSKEIÐIN AÐ HEFJAST!

Þá styttist í að sumarnámskeiðin hefjist og spennan magnast! Það verður líf og fjör hjá okkur í Tjarnarbíói frá og með næstu viku og engin spurning að þar munu sköpunarkrafturinn og leikgleðin ráða ríkjum!

VIÐ TÖKUM ENN VIÐ SKRÁNINGUM á öll námskeið, en TAKMÖRKUÐ PLÁSS ERU Í BOÐI svo það er um að gera að skrá sem allra fyrst!

Skráningar fara fram hér í gegnum heimasíðuna: https://leynileikhusid.felog.is/

Hlökkum til að hitta alla frábæru leynileikarana á mánudaginn!!

NÝJAR MYNDIR!

Myndirnar frá vorsýningunum eru komnar inná vefinn og eru hér undir flipanum “myndir”

Við minnum svo á að skráningar á SUMARNÁMSKEIÐIN eru í fullum gangi!!

Njótið lífsins í sólinni!

SUMARNÁMSKEIÐ, OPIÐ FYRIR SKRÁNINGU!!!

Leynileikhúsið býður uppá hressileg sumarnámskeið í júlí fyrir 7-16 ára, annars vegar almenn leiklistarnámskeið og söngleikjanámskeið hins vegar. Söngleikjanámskeiðin eru fyrir þau sem hafa lokið 5.bekk og uppúr en almennu námskeiðin fyrir þau sem hafa lokið 1.bekk og uppúr.

SKRÁNING ER HAFIN HÉR Á HEIMASÍÐUNNI UNDIR FLIPANUM “SKRÁNINGAR”.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér: http://leynileikhusid.is/sumarnamskeid-2014/ (undir flipanum “sumarnámskeið 2014”)

Hlökkum til að fanga með ykkur gleðina í sumrinu!!

 

Leynileikhúsnámskeiðið í Árbæjarskóla hefst 25.febrúar!!

Leynileikhúsnámskeiðið í Árbæjarskóla, hefst þriðjudaginn 25.febrúar, en ekki 18.febrúar eins og áður var auglýst.

Árbæjarskóli er nýr kennslustaður hjá Leynileihúsinu og erum við afskaplega spennt að hefja það samstarf!

Enn er verið að taka við skráningum fyrir Árbæjarskóla, smellið á “skráningar” hér á heimasíðunni til að skrá nemendur.

 

SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ SKRÁ NEMENDUR!!

Nú fer hver að verða síðastur til að vera með í Leynileikhúsinu þessa önnina, því fyrsti kennsludagur á vorönn 2014 er rétt handan við hornið!!

Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum hjá okkur og enn opið fyrir skráningar, svo nú er um að gera að drífa sig í að smella á hnappinn “skráningar” hér á heimasíðunni og skella inn skráningu fyrir krakkana og unglingana.

Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar til að greiða fyrir námskeiðið og Kópavogsbær býður einnig uppá tómstundastyrk í formi endurgreiðslna fyrir sitt fólk!

LIFI LEIKHÚSIÐ!!

 

 

SKRÁNINGAR FYRIR VORÖNN Í FULLUM GANGI!!

Nú eru skráningar fyrir vorönnina í fullum gangi.

Til að skrá, veljið flipann “skráningar” hér á heimasíðunni

Kennsla hefst fyrstu vikuna í FEBRÚAR!

ROSALEGA HLÖKKUM VIÐ TIL!!

Allt að gerast!!!

Nú er sko gaman!

Næstum öll námskeiðin okkar byrjuðu í síðustu viku og það var þvílík gleði hjá leynileikurunum. Við bjóðum nýja leynileikara velkomna í hópinn og vonum að haustið leggist vel í allt okkar frábæra unga listafólk!

Enn er þó sjéns á að bæta við skráningum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur ættu því endilega að skella inn skráningu í gegnum skráningarkerfið hér á heimasíðunni okkar. Athugið þó að fullt er orðið í sum námskeið, svo ekki er öruggt að komast að hvar sem er.
Enn eru námskeið í 2.-3.bekk í Ingunnarskóla og 2.-3. og 4.-5. í Laugarnesskóla ekki hafin og skráningar fyrir þau námskeið í fullum gangi. Alltaf gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá.

Haustið nálgast

 

Tíminn flýgur og það fer að styttast í að haustrútínan skelli á með öllum sínum hamagangi og gamani.  Við erum í óðaönn að setja saman stundaskrá fyrir haustið og undirbúa skráningar í gegnum nýtt og betra skráningarkerfi. Ekki er þetta þó alveg tilbúið og því enn ekki hægt að taka á móti skráningum, en það verður auglýst hér á heimasíðunni um leið og það gerist.