SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ SKRÁ NEMENDUR!!

Nú fer hver að verða síðastur til að vera með í Leynileikhúsinu þessa önnina, því fyrsti kennsludagur á vorönn 2014 er rétt handan við hornið!!

Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum hjá okkur og enn opið fyrir skráningar, svo nú er um að gera að drífa sig í að smella á hnappinn “skráningar” hér á heimasíðunni og skella inn skráningu fyrir krakkana og unglingana.

Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar til að greiða fyrir námskeiðið og Kópavogsbær býður einnig uppá tómstundastyrk í formi endurgreiðslna fyrir sitt fólk!

LIFI LEIKHÚSIÐ!!