SUMARNÁMSKEIÐIN AÐ HEFJAST!

Þá styttist í að sumarnámskeiðin hefjist og spennan magnast! Það verður líf og fjör hjá okkur í Tjarnarbíói frá og með næstu viku og engin spurning að þar munu sköpunarkrafturinn og leikgleðin ráða ríkjum!

VIÐ TÖKUM ENN VIÐ SKRÁNINGUM á öll námskeið, en TAKMÖRKUÐ PLÁSS ERU Í BOÐI svo það er um að gera að skrá sem allra fyrst!

Skráningar fara fram hér í gegnum heimasíðuna: https://leynileikhusid.felog.is/

Hlökkum til að hitta alla frábæru leynileikarana á mánudaginn!!