Um Námskeiðin

Leynileikhúsið heldur úti annarlöngum námskeiðum á haust- og vor önn og vikulöngum námskeiðum á sumrin.

Kjörorð Leynileikhússins er LEIKGLEÐI.

 

Vor- og haustönn:

Leynileikhúsið býður uppá almenn leiklistarnámskeið fyrir börn í 1.-8.bekk og unglinganámkseið fyrir 7.-10. bekk.

Kennt er í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, fyrstu tíu skiptin. Lokatíminn er tvöfaldur (11.og 12.tími) og fer fram í leikhúsi, þar sem nemendur fá búninga, leikhúsförðun og æfingu á sviði og sýna svo leiksýningu fyrir aðstandendur.

Á öllum námskeiðum okkar fær sköpunargleðin, leikur, spuni og samvinna að ráða ríkjum, því megináherslur Leynileikhússins eru ávallt frumsköpun og LEIKGLEÐI.

Öllum námskeiðum lýkur með sýningu nemenda á eigin verkum, sem fram fara í leikhúsi.

Allir kennararnir Leynileikhússins eru með háskólamenntun í sviðslistum.

 

Almenn námskeið:

Almenn leiklistarnámskeið eru alls 12 klukkustundir. Hver leiklistartími er ein klukkustund í senn og fer fram einu sinni í viku.

Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu.

Öllum námskeiðum lýkur með sýningu nemenda á eigin verkum, sem fram fara í leikhúsi.

Allir kennararnir Leynileikhússins eru með háskólamenntun í sviðslistum.

 

Unglinganámskeið:

Framhalds- og unglinganámskeið eru 80 mínútur í senn, einu sinni í viku.  Fyrstu 10 tímarnir eru kenndir í viðkomandi kennslurými (skólar og félagsmiðstöðvar), en 11. og 12.tími fara fram í leikhúsi þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu.

Ungu leikararnir leggja línurnar varðandi lokasýninguna og hanna umgjörð hennar sjálf, hvað varðar leikmynd, búninga og leikhúsmálningu o.s.fr.

Aðstandendur geta komið og séð leynileikarana leika leikþætti og horfa á búta af kvikmyndum sem nemendur hafa unnið og fléttaðir eru inn í leikverkin og blómstra á alvöru leiksviði í loka annarinnar.

Allir kennararnir Leynileikhússins eru með háskólamenntun í sviðslistum.

 

Sumarönn:

Á námskeiðunum er að venju unnið með skapandi aðferðir, ímyndunarafl nemenda, spuna, persónusköpun og samvinnu. Námskeiðin eru færð út á græn svæði  eins mikið og veður leyfir.

Sumarið 2019 fara námskeiðin fram í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Hafnarfirði.

Um er að ræða vikulöng námskeið, þrjá til fjóra tíma í senn.

Allir kennarar námskeiðanna eru fagfólk í sinni listgrein og einnig reyndir kennarar hjá Leynileikhúsinu.

 

Sumarnámskeið.

 

Almenn sumarnámskeið:

Með frumsköpun að leiðarljósi er farið í gegnum grunnatriði leiklistar og sköpunar. Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomuhæfileika.

Á lokadegi námskeiðs er opinn tími, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að sýna vinum og fjölskyldu afrakstur vikunnar.

 

Nánar um Krílanámkseiðin sumarið 2019:

Á námskeiðunum fyrir þau allra yngstu er lögð mikil áhersla á hlutverkaleiki, samvinnu og hreyfingu. Hlustun og einbeiting er stór hluti af leiklistinni sem unnið er með. Tækniæfingarnar eru vel faldar í skemmtun og gleði. Námskeiðið kynnir yngstu nemendur okkar yfir töfrum leiklistarinnar.

 

Nánar um Söngleikjanámskeiðin sumarið 2018: 

Á námskeiðinu verður farið í spunaleiki, dansæfingar og söngæfingar. Útfrá þeim æfingum semja krakkarnir sinn eigin söngleik bæði í kringum lög sem eru nú þegar til og jafnvel munu þau semja 1-2 lög í söngleikjaspuna. Á lokadegi námskeiðisins verður sýning á söngleiknum fyrir aðstandendur. Kennarar eru þrír; leiklistar og söngkennari, tónlistarkennsla og undirleikur og danskennari.