Haust-og vornámskeið

Almenn námskeið (1.-8. bekkur)  Sjá stundaskrá hér Verð kr. 32.700.- Systkinaafsláttur: 15 % Tekið er á móti frístundastyrkjum sveitafélaganna. 

Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn. Fyrstu 10 tímarnir eru kenndir á kennslustöðum skólanna, en 11. og 12.tími fara fram í leikhúsi þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu með búningum og leikhúsmálningu.

Í fyrstu tímunum er farið yfir grunnatriði í leiklist, sem þegar líða tekur á námskeiðið eru færð yfir í spunavinnu. Lokasýningin er því byggð alfarið upp á spuna og sköpunarkrafti nemenda sem kennari aðstoðar við að púsla saman í leikverk þar sem allir fá að njóta sín á sinn hátt.

Unglinganámskeið (7.-10. bekkur) Sjá stundaskrá hér Verð kr. 36.800.- Systkinaafsláttur: 15 % Tekið er á móti frístundastyrkjum sveitafélaganna.