LEYNILEIKHÚSIÐ KOMIÐ Í SUMARFRÍ – OPNAR FYRIR SKRÁNINGAR FYRIR HAUSTÖNN 18.ÁGÚST!

Þá er öllum sumarnámskeiðum Leynileikhússins lokið þetta sumarið og erum við í Leynileikhúsinu að vonum stolt og glöð með alla þessa frábæru krakka sem sóttu námskeiðin og sýndu alveg hreint frábærara sýningar í Tjarnarbíói.

Myndir af námskeiðinu má sjá hér á heimasíðunni, undir flipanum “myndir”.

Þann 18.ágúst opnar fyrir skráningar fyrir haustönn, en stundaskrá má sjá hér á heimasíðunni. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á AÐ STUNDASKRÁIN ER EKKI FULLKLÁRUÐ, ER ÞVÍ BIRT MEÐ FYRIRVARA OG GETUR BREYST!!

En nú erum við í Leynileikhúsin farin í sumarfrí og er skrifstofan því lokuð til 18.ágúst.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna í sumar!