Sumarnámskeið

Sumarnámskeið Leynileikhússins

VIÐ KENNUM LÍKA Á SUMRIN

Sumarnámskeiðin eru vikulöng námskeið þar sem kenndur er grunnur í leiklist með áherslu á spuna, persónusköpun og leikgleði.

Námskeiðið er byggt upp af leiklistarleikjum og æfingum sem styrkja og efla sköpunarkraftinn, félagsþroskann og eru hressar og skemmtilegar.

Leiklistin er færð út á græn svæði í kringum kennslustaðinn ef verður leyfir.

Unnið er í 3 tíma og 45 mínútur á dag og vikan endar með opnum tíma þar sem aðstandendur geta komið og notið afraksturs vikunnar.

Kennarar Leynileikhússins eru háskólamenntaðir í sviðslistum og hafa mikla reynslu af kennslu og vinnu með börnum.


Krílanámskeið fyrir 6-7 ára

Sumarnámskeiðin eru vikulöng námskeið þar sem kenndur er grunnur í leiklist með hjálp hlutverkjaleikja með leikgleði að leiðarljósi.

Námskeiðið er byggt upp af leiklistarleikjum og æfingum sem styrkja og efla sköpunarkraftinn, félagsþroskann og eru hressar og skemmtilegar.

Leiklistin er færð út á græn svæði í kringum kennslustaðinn ef verður leyfir.

Unnið er í 3 tíma á dag og vikan endar með opnum tíma þar sem aðstandendur geta komið og notið afraksturs vikunnar og mögulega tekið þátt í æfingum.

Kennarar Leynileikhússins eru háskólamenntaðir í sviðslistum og hafa mikla reynslu af kennslu og vinnu með börnum.

Sumarnámskeið 2023

Skráning er hafin

Ertu með einhverja spurningar?

Ekki hika við að vera í sambandi!


Hafa samband