Leynileikhúsið
- Heim
- Um Leynileikhúsið
Um Leynileikhúsið
Einkunnarorð Leynileikhússins eru LEIKGLEÐI!
Leynileikhúsið heldur úti leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga með áherslu á spuna og leikgleði. Námskeiðin eru annarlöng á haust- og vorönnum en vikulöng á sumrin.
Á námskeiðunum þroska nemendur leiktækni, sköpunarkraft, framkomu og samvinnu. Hvert námskeið endar með opnum tíma (sýningu), þar sem aðstandendum er boðið að sjá afrakstur annarinnar.
Einkunnarorð Leynileikhússins eru LEIKGLEÐI!
Leynileikhúsið var stofnað árið 2004 af Agnari Jóni Egilssyni, leikara og leikstjóra og hefur verið stækkandi æ síðan. Leynileikhústímarnir fara fram í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, en sú hugmynd að bjóða uppá námskeið í einum skóla í hverju hverfi kom upphaflega frá foreldrum. Slíkt skapar vissulega heildstæðari vinnudag fyrir börnin og minni þörf er á skutli eða strætóferðum til að börnin geti stundað sitt áhugamál.
Nafnið varð til eftir að Leynileikhúsið setti upp leiksýningu í óskilgreindum rýmum, þar sem áhorfendur þurftu að leita atriðin uppi, m.a. inná heimilum fólks og í portum og skúmaskotum Reykjavíkurborgar.