Leynileikhúsið

Um Leynileikhúsið

Einkunnarorð Leynileikhússins eru LEIKGLEÐI!

Leynileikhúsið heldur úti leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga með áherslu á spuna og leikgleði. Námskeiðin eru annarlöng á haust- og vorönnum en vikulöng á sumrin.

Á námskeiðunum þroska nemendur leiktækni, sköpunarkraft, framkomu og samvinnu. Hvert námskeið endar með opnum tíma (sýningu), þar sem aðstandendum er boðið að sjá afrakstur annarinnar. 

Einkunnarorð Leynileikhússins eru LEIKGLEÐI!

Stofnað árið 0

Leynileikhúsið var stofnað árið 2004 af Agnari Jóni Egilssyni, leikara og leikstjóra og hefur verið stækkandi æ síðan. Leynileikhústímarnir fara fram í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, en sú hugmynd að bjóða uppá námskeið í einum skóla í hverju hverfi kom upphaflega frá foreldrum. Slíkt skapar vissulega heildstæðari vinnudag fyrir börnin og minni þörf er á skutli eða strætóferðum til að börnin geti stundað sitt áhugamál.

Nafnið varð til eftir að Leynileikhúsið setti upp leiksýningu í óskilgreindum rýmum, þar sem áhorfendur þurftu að leita atriðin uppi, m.a. inná heimilum fólks og í portum og skúmaskotum Reykjavíkurborgar.

Viltu fá meiri upplýsingar?

Ekki hika við að vera í sambandi við okkur!