Um haust- og vornámskeiðin

Um haust- og vornámskeiðin

Áhersla á ferðalagið og þroskann

Á námskeiðunum er unnið er með spuna og frumsköpun. Börnin búa til sín eigin leikrit með karaktersköpun sem gengur út að að hvert barn fær að leika það sem það vill. Áherslan er á ferðalagið og þroskann.

Unnið er 1 klukkustund í viku (90 mín á unglinganámskeiðum), í 10 vikur inni í kennslustöðunum og svo er unnið hálfan dag á sýningardaginn í leikhúsi, þar sem nemendur æfa á sviði, fá förðun og búninga, læra á töfra leikhússins og sýna svo fyrir aðstandendur á alvöru sviði.


Leynileikhúsið rukkar ekki inn á sýningarnar heldur er sætunum skipt upp á milli nemenda sem fá nokkra boðsmiða hver.

Hægt er að nota frístundastyrki til að greiða fyrir námskeiðin.

Kennarar Leynileikhússins eru faglært sviðslistafólk með mikla reynslu í kennslu barna og ungs fólks.

Ertu með einhverjar spurningar?

Ekki hika við að vera í sambandi við okkur!